Áfangi

RIT 123

Markmið

· Að nemendur temji sér nákvæmni í vinnubrögðum og auki jafnframt innsláttarhraða sinn.
· Að nemendur tileinki sér helstu aðgerðir ritvinnsluforritsins Word fyrir Windows og geti nýtt sér forritið við einfaldari verkefni.

Námsfyrirkomulag

· Í fyrstu verður lögð áhersla á að nemendur tileinki sér sem mestan hraða í innslætti á lyklaborð tölvunnar. Til að standast lokapróf þurfa nemendur að hafa náð minnst 125 slaga hraða á mínútu sem gefur 5 í hraðaeinkunn - 250 slög á mínútu gefa hraðaeinkunnina 10.
· Undirstöðuatriði ritvinnsluforritsins Word fyrir Windows kynnt, s.s. vinnuumhverfi, valmyndir o.fl. og notkun forritsins kennd með hjálp ritvinnsluverkefna. - Skilaskylda verkefna er 100% og er nemendum ekki heimilt að taka lokapróf nema þeir hafi lokið við allt námsefnið.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

• Hraðapróf 60%
• Ritvinnslupróf 20%
• Verkefnaskil 20%