Áfangi

ENSK1BF05

  • Áfangaheiti: ENSK1BF05
  • Undanfari:

    Byrjunaráfangi í ensku fyrir AM nemendur, framhald af ENSK1BY05

Markmið

Að nemendur nái valdi á grunnatriðum enskrar málfræði og málnotkunar, að þeir geti lesið og skilið einfalda texta um ýmisleg efni og að þeir geti nýtt sér upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í tungumálanámi.
Að áfanga loknum skal nemandi hæfur til að takast á við margvíslegar og óvæntar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi.

Námsfyrirkomulag

Stefnt er að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða, málfræði og skilning. Viðfangsefni eru m.a. tengd daglegu lífi, frítíma, ferðalögum og liðnum atburðum.

Kennslugögn

Eyes Open 1 (Student‘s Book with Online Workbook). Cambridge University Press and Discovery Education.
Smásögur og greinar sem kennari útvegar.
Enskur málfræðilykill (Mál og menning).