Áfangi

Lestraráfangi

  • Áfangaheiti: ÍSAN3LG05
    Ísl. sem annað mál
  • Undanfari: 10 ÍSAN-einingar á 2. þrepi.

Markmið

Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og í honum fá nemendur þjálfun í að lesa bókmenntir á íslensku. Markmið áfangans er að æfa nemendur í að gera skipulega munnlega grein fyrir efni bókar sem þeir hafa valið sér af bóklista og tjá og rökstyðja skoðun sína á henni.

Kennslugögn

Nemendur lesa 3-4 bækur af bókalista sem kennari gefur út í byrjun annar.

Námsmat

Námsmat byggir á frammistöðu nemanda við að gera grein fyrir lesnum bókum.