Áfangi

Félagsmál - nemendafélag

  • Áfangaheiti: NEMÓ2FÁ05

Efnisatriði

Þennan áfanga sitja þeir nemendur sem vinna að félagsmálum skólans. Fyrir áfangann er gerlegt að fá allt á milli 1 og 5 feiningar, eftir því hversu marga viðburði félagslífsins nemandinn kýs að skipuleggja.

Dæmi um nefndir sem nemendur áfangans geta setið í: Skemmtinefnd, íþróttanefnd, femínístafélag, hinseginfélag, umhverfisráð, alþjóðaráð, forvarnaráð, listanefnd, tónlistarfélag, nördafélag – eða hvað annað sem nemendur kjósa að stofna á gefnu skólaári. Dæmi um viðburði félagslífsins: Tónlistarkeppni, LAN-mót, böll, nýnemadagur, bíókvöld, spilakvöld, jafnréttisvika, umhverfisdagar, alþjóðavika, íþróttamót, halloween, jólagleði, Árdagar, sumarpartý og svo frv.

Áfanginn er vettvangur fyrir þessar nefndir til að funda og skipuleggja viðburði sína með aðstoð félagsmálafulltrúa, og læra um leið viðeigandi vinnubrögð og nauðsynlega kunnáttu í félagsstarfi almennt.

Ath. að ekki er hægt að fá fleiri en 15 einingar í félagsstörfum metnar inn á stúdentsbrautir.

Námsfyrirkomulag

Í kennslustundum verður lögð áhersla á mætingu og virkni nemenda - þátttöku í umræðum, hugmynda- og verkefnavinnu. Kennslustundir munu bæði innihalda fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara og vinnustofur, þar sem nemendur vinna að sameiginlegu markmiði um að halda uppi fjölbreyttu og öflugu félagslífi í skólanum.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Afurðir áfangans eru þeir félagsviðburðir sem líta dagsins ljós. Ekki er gefin einkunn fyrir áfangann en fjöldi feininga (1-5) fer eftir því hversu miklum tíma hver nemandi eyðir í skipulag og framkvæmd viðburða. 80% mætingarskylda er í kennslustundir og virkni í tímum kemur til námsmats. Forsenda fyrir setu í áfanganum er góð mæting í skólann almennt. Krafa er gerð til nemenda um gott fordæmi í hegðun, að skólareglum sé fylgt í hvívetna og samskipti við starfsfólk og samnemendur innan sem utan nemendaráðs séu jákvæð og uppbyggileg.