Áfangi

FÉLA1AM05

Markmið

Áfanginn er ætlaður nemendum með annað móðurmál en íslensku. Í áfanganum verður farið í grunnhugtök félagsfræðinnar og áhrif samfélagsins á einstaklinginn. Fjallað verður um menningu, samskipti milli einstaklinga og hópa, fjölskyldur, jafnrétti, fordóma, lög og reglur samfélagsins og fleira. Mikið er lagt upp úr þátttöku nemenda í tímum og farnar verða vettvangsferðir til að tengja félagsfræðina við íslenskt samfélag.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Námsmat byggir á verkefnum, vinnubók nemenda, skyndiprófum og þátttöku í tímum.