Áfangi

Tölvuteikning og myndvinnsla

  • Áfangaheiti: TÖTE2SE05

Markmið

Í áfanganum er unnið með rafræna miðla í myndvinnslu. Farið er í grunnæfingar í teikningu í tölvu og teiknimyndagerð. Nemendur læra að nota Adobe pakkann og einnig Photoshop, Animate og Premiere.
Í lok áfangans verður nemandi fær um að gera og hljóðsetja stutta hreyfimynd.

Námsfyrirkomulag

Notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s. fyrirlestrar, skissur, verkefnavinna, einstaklingsverkefni, hópverkefni og almennar umræður.

Kennslugögn

Kennslugögn frá kennara - dreift í tíma og/eða í Moodle

Námsmat

Símatsáfangi sem byggir á

  • verkefnavinnu (70%) og
  • virkni nemenda í umræðum í tíma og í Moodle (30%).