Áfangi

STÆ 313

Markmið

Markmið áfangans er að efla færni nemenda í að vinna með talnagagnasöfn og nýta tölvur í úrvinnslu úr þeim. Að auka læsi nemenda á tölulegar upplýsingar.

Efnisatriði

Tíðnitöflur, myndræn framsetning efnis, miðsækni, mæling á dreifingu, normaldreifing, líkindareikningur og fylgni.

Kennslugögn

Stuðst er við kennslubókina Tölfræði með tölvum, eftir Ásrúnu Matthíasdóttur, Svein Sveinsson og Stefán Árnason, Mál og menning 2000 eða síðar. Lesnir verða kaflar 1 – 8 að báðum meðtöldum.
Að auki er notast við heimasíðu áfangans þar sem er að finna glærur, sýnidæmi og verkefni.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi með lokaprófi.

Á önninni verða fimm skilaverkefni og eitt skyndipróf.
Verkefnin gilda 50% alls og skyndiprófið 20%

Lokapróf gildir 30% og verður í próftöflu.