Áfangi

STÆ 202

  • Áfangaheiti: STÆR1GR03
  • Undanfari: STÆ 102 (kenndar 200 mín. á viku)

Markmið

Að nemendur öðlist færni í vinnu með hnitakerfið, geti unnið með jöfnu beinnar línu, skurðpunkta hennar við ásana, aðrar línur og fleygboga og fjarlægð milli punkta í hnitakerfi. Að nemendur skilji mengjahugtakið, þekki talnamengin, mengjatáknin og Venn-myndir, og geti lesið úr og beitt þeim á ýmis viðfangsefni. Að nemendur kunni að leysa fyrsta stigs ójöfnur og táknun lausna á talnalínu. Að nemendur skilji algildishugtakið og geti leyst einfaldar algildisjöfnur og -ójöfnur. Að nemendur kunni að leysa annars stigs jöfnur af ýmsu tagi. Að nemendur þekki helstu eiginleika fleygboga, kunni að teikna þá og vinna með þá með ýmsum hætti. Að nemendur kunni margliðudeilingu og geti beitt henni við þáttun margliða og lausnir á jöfnum af hærra stigi.

Efnisatriði

Hnitakerfi, mengi, ójöfnur og tölugildi, annarsstigs jöfnur, fleygbogar og margliður. Margliðudeiling, núllstöðvar margliða og þáttun þeirra.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

STÆ 202 eftir Gunnar Pál Jóakimsson, Jón Þorvarðarson og Svein Inga Sveinsson. Útgefin í Reykjavík 2011. (ljósblá kápa)

Námsmat

Lokapróf 70%,   annareinkunn 30%

Á önninni verða nokkur skyndipróf. Lægsta einkunn er ekki reiknuð með í annareinkunn sem gildir 30% af lokaeinkunn að því tilskyldu að nemandinn nái að lágmarki 4,5 í einkunn á lokaprófi. Taki nemandi ekki skyndipróf fær hann einkunnina 0 á því prófi. Athugið að annareinkunn er byggð á skyndiprófum (20%), skiladæmum og vinnu í kennslustundum (10%).

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Staerdfraedi/stae202/stae202.htm