Áfangi

HJÚ 503

  • Áfangaheiti: HJÚK3FG05
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemendur
kynnist helstu kenningum um þroskaferli fjölskyldunnar, hugmyndafræði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu
þekki eðlilegt barneignarferli og helstu frávik þess
þekki eðlilegan vöxt og þroska barna og unglinga og viðbrögð barna og unglinga við vanheilsu
þekki einkenni ofbeldis innan fjölskyldu og afleiðingum þess
geti mætt mismunandi hjúkrunarþörfum barna og unglinga
þekki þær breytingar sem verða hjá fjölskyldu, þegar barn þarf að vistast á stofnun
þekki þörfina á þverfaglegri samvinnu í fjölskylduhjúkrun
þekki meginhugtök í geðhjúkrun og hafi yfirsýn yfir algeng meðferðarform
geti greint frá helstu þáttum er tengjast hugmyndafræði geðhjúkrunar

Efnisatriði

Heildarhyggja, hugtök og kenningar í fjölskylduhjúkrun, þroskaferli fjölskyldunnar. Hugtök og kenningar í tengslum við barneignir. Hugmyndafræði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu. Hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfansgefni í tengslum við fjölskyldu og heilsugæsluhjúkrun. Meðganga, fæðing, þroski barna og unglinga. Heimilsofbeldi og afleiðingar þess. Hugmyndafræði geðhjúkrunar og algengar geðraskanir, forvarnir, meðferð, endurhæfingu geðsjúkra, fjölskyldumiðuð nálgun.

Námsfyrirkomulag

Umræður, einstaklings og hópavinna.

Kennslugögn

Samfélagshjúkrun eftir Aðalheiði Stefaníu Helgadóttur. Iðnú 2021.

Námsmat

Lokapróf, hlutapróf, verkefnavinna