Áfangi

EFN 313

  • Áfangaheiti: EFNA3LR05
  • Undanfari: EFNA2AM05

Markmið

Meginmarkmið eru að nemendur: geti lýst sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis þekki einkenni helstu flokka lífrænna efna Alkanar, alkenar, alkynar, lífrænir halógenar, alkóhól, fenól, arenar, aldehýð, ketón, karboxýlsýrur, estarar, amíð, eterar, amín kunni skil á helstu þáttum IUPAC-nafnakerfisins en í því felst að geta gefið lífrænum efnum nöfn skv. IUPAC-kerfinu geta teiknað lífræn efni út frá gefnum nöfnum þekki helstu efnahvörf lífrænna efna geti teiknað mismunandi rúmísómerur þekki hugtakið hendið (ósamhverft) kolefni en í því felst að geta sagt til út frá teikningu hvort kolefni eru hendin eða ekki þekkja hvort sameindir eru hendnar (ósamhverfar) eða ekki út frá mynd þekkja Fischer-varpanir og notkun þeirra þekki helstu einkenni í byggingu sykra en í því felst að þekkja flokkun einsykra í D- og L-myndir þekkja muninn á aldósum og ketósum þekkja hringmyndir glúkósa og frúktósa þekkja helstu tvísykrur og fjölsykrur þekki skilgreiningu lípíða en í því felst að þekkja hvernig fitusýrur og glýseról mynda fitur þekkja hvernig mettun fita hefur áhrif á eiginleika þeirra, hollustu og geymsluþol þekki skilgreiningu á peptíðum og próteinum en í því felst að geta gert grein fyrir helstu hlutverkum próteina þekkja grunnbyggingu amínósýra þekkja peptíðtengi og geta gert grein fyrir því hvernig þau myndast

Efnisatriði

Fjallað er um nafnakerfi, eiginleika og efnahvörf helstu flokka lífrænna efna, auk þess sem fjallað er um lífefnin sykrur, fitur og prótein. Farið verður í eftirfarandi flokka lífrænna efna: alkanar, alkenar, alkynar, lífrænir halógenar, arenar, alkóhól, fenól, aldehýð, ketón, karboxylsýrur, esterar, amíð, eterar og amín.

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima sem og framkvæmd og úrvinnslu á verklegum æfingum.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

1. Skýrslur og önnur verkefni: 25% 2. Hlutapróf: 10% 3. Raunmæting í kennslustundir 5% 3. Gagnvirk æfingapróf í Moodle: 10% 4. Lokapróf: 60% Athugið að til að standast áfangann þarf að ná að lágmarki 4,5 á lokaprófi.