Áfangi

ENS 523

Markmið

• Nemendur læri kerfisbundið þann orðaforða sem tengist ensku læknisfræðimálfari. • geri sér grein fyrir uppbyggingu þessa orðaforða og beri skynbragð á tengsl hans við latínu og grísku. • þjálfist í stafsetningu og greinarmerkjasetningu og að skrifa niður texta um læknisfræðileg málefni eftir upplestri.

Farið er yfir orðaforða tengdum nokkrum af líffærakerfum líkamans og þeim sjúkdómum sem þeim tengjast. Einnig er vikið að læknismeðferð og lækningatækjum. Ritunaræfingar um læknisfræðileg málefni.

Kennslugögn

Peggy C. Leonard: Building a Medical Vocabulary, sixth edition.  Ekki þarf að kaupa bókina.
Handbók læknaritara:  Bogi Ingimarsson, Eiríkur Páll Eiríksson og Gerður Helgadóttir. Þetta er góð handbók, en ekki er skylda að kaupa hana.
Góð orðabók, ensk-ensk og/eða ensk- íslensk – annað hvort á bók eða á netinu.
Eins er gott að vera með medical dictionary, t.d. Dorland’s Medical Dictionary, en það er engin skylda. Dorland’s er til í tveimur stærðum og sú minni nægir.
Orðabankinn og Merriam-Webster á hvar.is á netinu.

Námsmat

Lögð eru fyrir fimm orðaforðapróf á önninni og gilda fjórar hæstu einkunnir samtals 50%. Tölvuverkefni gilda 50%. Nemendur verða að ná lámarkseinkunn bæði á samanlögðum prófum og í tölvuverkefnum.