Áfangi

ÞÝS 513

Markmið

1. Lestur: Að nemendur verði færir um að lesa sjálfstætt fjölbreytta texta og geti greint aðalatriði í texta frá aukaatriðum.
2. Ritun: Að nemendur verði færir um að koma hugsunum sínum á framfæri í rituðu máli t.d. í lýsingum á fólki, stöðum, atvikum og gera útdrátt úr texta, í samræmi við orðaforða áfangans.
3. Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig með þeim orðaforða sem þeir hafa aflað sér.
4. Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja þýskt mál, talað (t.d. kennari, félagar) og á snældum, diskum eða í kvikmyndum.
5. Notkun hjálpargagna: Að nemendur geti notað alnetið til að leita heimilda í tengslum við námið.

Efnisatriði

Munnleg og skrifleg beiting málsins, greining á textum.

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Ýmis verkefni verða unnin á önninni. Hver nemandi kynnir eitt málfræðiatriði fyrir samnem. sínum. Lesnar verða fimm smásögur og verkefni unnin sem þeim fylgja. Verkefnaheftinu skal svo skila til kennara í lok annar.
Tímaritgerðir eru tvær á önninni úr kjörbók / léttlestrarbók.
Kvikmynd verður tekin fyrir.
Hlustunarpróf er undir lok annar.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Smásögur 20%
Tímaritgerð um smásögu að eigin vali 20%
Málfræðikynning 15%
Kjörbókarritgerð 15%
Munnlegt próf (Im Irrenhaus) 15%
Hlustunarpróf 15%

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Thyska/namsaatlanir.html