Áfangi

ÍSL 203

  • Áfangaheiti: ÍSLE2GM05
  • Undanfari: ÍSLE1GR05 eða íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Við lok áfangans skulu nemendur:

- kunna skil á höfuðþáttum í norrænni goðafræði
- vita deili á helstu goðum og hlutverki þeirra
- þekkja sígildar goðsagnir í norrænni goðafræði
- hafa kynnst uppruna íslensku og skyldleika mála og velt fyrir sér orðsmíð og merkingu
- kunna skil á helstu breytingum íslensks máls frá öndverðu til okkar daga
- vera meðvitaðir um íslenska málstefnu
- geta skrifað um hugmyndaheim og þjóðfélagsmynd sem birtist í bókmenntum sem lesnar eru

Tímanum er skipt nokkuð jafnt milli goðafræði, málsögu og bókmennta. Fyrst er Snorra-Edda lesin og leyst verkefni, síðan málsagan og bókmenntatextar.

Kennslugögn

Íslenska tvö.Ragnhildur Richter o.fl. (2015)
Uppspuni. Nýjar íslenskar smásögur (2004). Rúnar Helgi Vignisson annaðist útg.
Kjörbók (upplýsingar hjá kennara).

Námsmat

Verkefni og hlutapróf. Sjá nánar í kennsluáætlun.

Tengd vefslóð

http://www2.fa.is/Islenska/