Áfangi

FLL 103

Markmið

Að nemandi:
• Þekki til helstu opinberra aðila sem tengjast lyfjamálum í íslensku samfélagi
• kynnist hlutverki lyfjaframleiðenda, -innflytjenda, -heildsala, -umboðsfyrirtækja og smásöludreifingar lyfja
• kynnist starfsemi Upplýsingamiðstöðvar um eitranir
• kynnist lyfjamálum á heilbrigðisstofnunum og hlutverki sjúkrahúsapóteka
• kynnist lyfjaskömmtunarfyrirtækjum
• þekki lög um heilbrigðisþjónustu
• viti hvað heilbrigðisáætlun fjallar um
• þekki lög og reglur um Tryggingastofnun ríkisins
• kynnist siðfræði lyfjatækna og annara heilbrigðisstétta og öðlist æfingu í að takast á við siðfræðileg vandamál sem upp geta komið í starfi
• kynnist helstu atburðum og áföngum í sögu lyfjafræðinnar
• þekki helstu atburði í sögu lyfjamála á Íslandi fram til okkar tíma.

Efnisatriði

Lyfjastofnun, lyfjaverðsnefnd, greiðsluþátttökunefnd, Heilbrigðisráðuneytið, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands, Upplýsingamiðstöð um eitranir, apótek, sjúkrahúsapótek, lyfjaskömmtunarfyrirtæki, lyfjaframleiðslufyrirtæki, lyfjaþróunarfyrirtæki, lyfjarannsóknarfyrirtæki, lyfjaheildsölur, lyfjaumboðsfyrirtæki, lyfjainnflutningsfyrirtæki, heilbrigðislöggjöfin, Heilbrigðisáætlun, siðfræði lyfjatækna og annarra heilbrigðisstétta, saga lyfjafræðinnar, saga lyfjamála á Íslandi, lyfjatæknafélagið, Lyfjafræðisafnið o.fl.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, vettvangsheimsóknir í fyrirtæki sem tengjast lyfjamálum, gestafyrirlesarar, verkefnavinna, hlutapróf, lokapróf

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Einstaklings- og hópverkefni sem unnin eru í tímum, þátttaka í vettvangsheimsóknir, ritgerðir og lokapróf.