Áfangi

Bókfærsla 1

Markmið

Nemandi - þekki grundvallarhugtök tvíhliða bókhalds - geti hafið bókhald með hliðsjón af fyrirliggjandi efnahagsreikningi eða stofnun fyrirtækis - geti fært einfaldar dagbókarfærslur - geti stillt upp prófjöfnuði - geti afritað í viðskiptamannabók samkvæmt skuldunauta- og lánadrottnafærslum í dagbókinni - geti fært niðurstöður dagbókar í aðalbók - geti gert upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil - geti gert lagfæringar á bókhaldinu með hliðsjón af einföldum athugasemdum, svo sem varðandi afskriftir, birgðatalningu, fyrirfram og ógreiddan kostnað og fleira - geti gert upp virðisaukaskatt og læri að nota uppgjörsgögn þar að lútandi - sé fær um að setja upp rekstrar- og efnahagsreikning í lok reikningstímabils að teknu tilliti til athugasemda og lokafærslna

Efnisatriði

Grunnhugtök bókfærslu, debet, kredit, eignir, skuldir, gjöld og tekjur, bókhaldshringrás, tvíhliða bókhald, bókhaldsreikningar, dagbók, aðalbók/höfuðbók, viðskiptamannabók, launabókhald, reikningsjöfnuður, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, FOB og CIF skilmálar, bókhaldslög, virðisaukaskattslög, fylgiskjöl, millifærslur, athugasemdir, lokafærslur, álagning, víxlar, vextir, afskriftir, söluhagnaður/tap eigna.

Námsfyrirkomulag

Kennslugögn

Sigurjón Valdimarsson. Tvíhliða bókhald 1,34 (útg. 2015). Fæst í Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands og Bóksölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík

Námsmat

Lokapróf: 60% Verkefni og próf: 40%