Áfangi

Eðlisfræði 1

  • Áfangaheiti: EÐLI2GR05
  • Undanfari: RAUN1JE05 og æskilegt er að nemandi hafi lokið STÆR2HS05, STÆR2AM05 og STÆR2HV05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Markmið (námsmarkmið og viðmið um þekkingu, hæfni og leikni): Nemendur tileinki sér þekkingu og færni í efnisatriðum áfangans sem þeir þurfa að sýna í lokaprófi. Nemendur þurf að framkvæma tilraunir á eigin spýtur á sýndarvef, heima í stofu eða þurfa að geta unnið úr gögnum. Nemendur vinna bæði skrifleg verkefni og gagnvirk.

Efnisatriði

Mælistærðir
-Hreyfing eftir beinni línu (hraði, hröðun, frjálst fall, þyngdarhröðun)
--Kraftar (1, 2 og 3 lögmál Newtons, núningskraftur, fjaðurkraftur)
--Vinna og orkuvarðveisla (vinna, nýtni, skriðorka, stöðuorka, spennuorka, varmaorka, massi sem orkuform)
-Atlag og skriðþungi
-Þrýstingur (þrýstingur og lögmál Arkimedesesar)
-Ljósgeislafræði (endurvarp, ljósbrot, lögmál Snells)

Kennslugögn

Eðlisfræði fyrir byrjendur eftir Vilhelm Sigmundsson.

Námsmat

Lokapróf: 50%
Verklegar æfingar: 20%
Gagnvirk verkefni: 15%
Skrifleg verkefni: 15%