Áfangi

Grunnáfangi

  • Áfangaheiti: STÆR1GR05
  • Undanfari: Stærðfræðieinkunn C á grunnskólaprófi
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Markmið kennslunnar er að dýpka og auka þekkingu nemenda á talnareikningi, bókstafareikningi, jöfnum, heilum veldum og hnitakerfi.

Efnisatriði

Talnareikningur, bókstafareikningur, jöfnur, heil veldi, bein lína í hnitakerfi.

Námsfyrirkomulag

Nemendur eru hvattir til að fylgja kennsluáætlun eftir bestu getu. Afar mikilvægt er að lesa vel texta og skoða sýnidæmi, fyrir utan að reikna eins mörg æfingadæmi og mögulegt er. Eftir hvern kafla eru lagðar fyrir gagnvirkar æfingar sem nemendur eiga kost á að leysa. Æfingarnar endurspegla áhersluatriði lokaprófs.

Kennslugögn

Stærðfræði 1 eftir Gísla Bachmann og Helgu Björnsdóttur. IÐNÚ 2019

Námsmat

Lágmarkseinkunn á lokaprófi er 4,5
Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru ekki reiknaðar inn í lokaeinkunn nema nemandinn hafi staðist lokapróf og gilda þá einungis til hækkunar á lokaeinkunn. Gagnvirkar æfingar gilda þá 30% og lokaprófið 70%
Að öðrum kosti gildir lokaprófið 100%