Áfangi

Hornaföll og vigrar

Markmið

Að nemandi kunni undirstöðuatriði talningar- og rökfræðinnar.
Að nemandi fái góða yfirsýn yfir hornaföll þríhyrninga, hornafræði og lotubundin föll.
Að nemandi öðlist færni í vigurreikningi.

Námsfyrirkomulag

Námsefnið geta nemendur tileinkað sér á þeim hraða sem þeir kjósa en á nokkurra vikna fresti verður opnuð ný gagnvirk æfing sem þeir eiga kost á að leysa innan ákveðinna tímamarka. Æfingarnar endurspegla áhersluatriði lokaprófs. Tillögu að nákvæmri vikuáætlun fyrir önnina er að finna í Moodle undir liðnum NÁMSGÖGN.

Kennslugögn

Stærðfræði 3A.Vigrar, hornaföll, þríhyrningar, hringir, ákveður, stikun. IÐNÚ 2018 (tilraunaútgáfa). Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir.
Aukaefni frá kennara.

Námsmat

Lokapróf a.m.k.70 % (lágmarkseinkunn 5,0)
Verkefni á önn(gagnvirkar æfingar) 30%
Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru einungis reiknaðar inn í lokaeinkunn ef þær hækka þá einkunn, ella gildir lokaprófið 100%.