Áfangi

Inngangur að félagsvísindum

Markmið

Markmið áfangans er að nemandinn öðlist nokkurn skilning á félagslegu umhverfi sínu nær og fjær og geti greint samhengi milli daglegs lífs síns og þess sem gerist í samfélaginu. Grunnur er lagður að mikilvægum hugtökum sem eru notuð í umræðu um samfélög og þróun þeirra.
Fjallað verður um menningu, samfélag, fjölskylduna, jafnrétti kynjanna, vinnumarkað og stjórnmál.

Efnisatriði

1. kafli. Um félagsfræði og skyldar greinar
2. kafli Félagsfræðilegar rannsóknaraðferðir
3. kafli. Einstaklingurinn í samfélaginu
4. kafli. Menning
5. kafli. Samfélag
6. kafli. Menning og trú
7. kafli. Fjölskyldan
8. kafli. Mismunandi sambúðarform
9. kafli. Vandamál í umhverfi fjölskyldunnar
10. kafli. Vinna og atvinnulíf
11. kafli  Atvinnulíf
12.kafli  Hagsmunasamtök á vinnumarkaði
13. kafli. Hvað eru stjórnmál
14. kafli. Kosningar og stjórnmálaflokkar

Kennslugögn

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson (Forlagið 2020). Félagsfræði – Ég við og hin. https://vefbok.is/eg-vid-og-hin

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%