Áfangi

Félagsfræði þróunarlanda

  • Áfangaheiti: FÉLA3ÞR05
  • Undanfari: FÉLA2KE05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Markmið er að nemendur:
- þjálfist í því að fjalla um félagsleg málefni þróunarlanda á gagnrýninn og skipulegan hátt.
- þjálfist í að taka afstöðu til félagslegra málefna og geti rökstutt hana í ræðu og riti.
- öðlist skilning á helstu kenningum um þróunarlönd og stöðu þeirra.
- kynnist mismunandi gerðum þróunaraðstoðar og umfangi þróunaraðstoðar í heiminum.

Efnisatriði

Fjallað verður um tvískiptingu heimsins í rík lönd og fátæk, um efnahagsleg- og menningarleg sérkenni ríkjanna í suðri, um mismunandi skýringar á vanþróun, um þróunarsamvinnu og um framtíð þriðja heimsins.

Kennslugögn

Hannes Í. Ólafsson: Ríkar þjóðir og snauðar. Mál og menning 2002
Ítarefni sem kennari bendir á.

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%