Áfangi

Almenn hjúkrun inngangur

  • Áfangaheiti: HJÚK1AG05
  • Undanfari: Æskilegt: LÍOL2SSO5 og SJÚK2MS05 eða a.m.k. 3 annir í framhaldsskóla.

Markmið

Í áfanganum er fjallað um sögu og hugmyndafræði hjúkrunar. Kynnt eru lög og reglugerðir sem lúta að heilbrigðisþjónustu á Íslandi, siðareglur sjúkraliða og hvað felst í hugtakinu fagmennska. Fjallað er um umhyggjuhugtakið, andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Fjallað er um þætti sem hafa áhrif á líðan og breytingar á líkamsstarfsemi. Auk þess er fjallað um umönnun sjúklinga og þætti sem hafa áhrif á sjálfsumönnun

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.

Kennslugögn

Hjúkrun – 1. þrep (Almenn hjúkrun) ritstjórn: Anne Sofie Steens og Lissi Hansen (2013).
Ritstjóri íslensku útgáfunnar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir (2016)

Námsmat

Símat, verkefni og lokapróf. Nemandi þarf að ná lokaprófi til að standast áfangann.
Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.