Áfangi

Hjúkrun fullorðinna 1

Markmið

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á

 • Mikilvægi hjúkrunarskráningar
 • Áhrifum bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
 • Hjúkrun sjúklinga með sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvagkerfi
 • Helstu einkennum illkynja sjúkdóma í þeim líffærakerfum sem fjallað er um í lýsingu
 • Undirbúningi og eftirmeðferð vegna rannsókna og skurðaðgerða
 • Þverfaglegri teymisvinnu í meðferð skjólstæðinga

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • meta hjúkrunarþarfir langveikra, bráðveikra og mikið veikra
 • meta áhrif bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
 • beita viðeigandi hjúkrunarmeðferð fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir
 • beita ólíkum vinnubrögðum við smitgát eftir eðli sjúkdómsástands
 • leiðbeina skjólstæðingum með athafnir daglegs lífs með tilliti til áhrifa sjúkdómsástands á sjálfsbjargargetu og heilsu
 • veita sjúklingum og aðstandendum faglega umhyggju og stuðning
 • nýta þekkingu sína í þverfaglegri vinnu

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er settur upp í kennsluumhverfinu Moodle og þangað sækja nemendur allar glærur og ítarefni. Öll verkefni eru sett inn á Moodle og skilað þar sömuleiðs.

Samskipti kennara og nemenda fyrir utan skóla fara fram í kennsluumhverfinu Moodle ekki tölvupósti

Kennslugögn

Hjúkrun fullorðinna, 2.þrep, IÐNÚ útgáfa 2015. Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Allar glærur og annað námsefni frá kennara, svo sem tímaritsgreinar er sett fram í kennsluumhverfinu Moodle.

Námsmat

Skilaverkefni 50%-

4 skilaverkefni sem tengjast hverjum hluta og gilda 10% hvert= 40%

1 Skilaverkefni sem unnið er jafnt og þétt yfir önnina og skilað í lok annar = 10%

Lokapróf 50%- Tekið er lokapróf í skólanum í lok annar, sjá nánar á heimasíðu fa.is hvenær próf í fjarnámi verða. Próftafla kemur á heimasíðu FÁ 15.febrúar en prófin eru tímabilinu 29.apríl-15.maí.

Lokaprófið er úr köflum 8-12. Kennari mun setja inn á Moodle áherslupunkta fyrir prófið.