Áfangi

Uppeldi og menntun

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• sögu, viðfangsefnum og hagnýtingu uppeldis- og menntunarfræða
• gildi uppeldis og menntunar fyrir einstakling og samfélag
• mismunandi sjónarhornum uppeldisfræðinga á markmið uppeldis og áherslur í uppeldisstofnunum samtímans
• kenningum fræðimanna um þroskaferil barna og áhrifaþáttum í þróun sjálfsmyndar þeirra
• samskiptaleiðum foreldra og barna og mikilvægi uppbyggilegra samskipta

Efnisatriði

Saga uppeldisfræðinnar, þroski, menntun, leikskóli, leikskólastarf, leikir barna og samskipti foreldra og barna

Kennslugögn

Uppeldi. Kennslubók fyrir framhaldsskóla eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur og Margréti Jónsdóttur. Mál og menning, 2005.
Ljósrit hjá kennara.

Námsmat

Moodle krossapróf (þrjú) 25%
Heimildaritgerð 15%
Lokapróf 60%