Áfangi

Íslenska 3

Markmið

Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta.
Undanfari: Ísl 212 Mál- og menningarsaga

Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra.

Við lok áfangans skulu nemendur:

geta gert grein fyrir því helsta sem vitað er um bókmenntir frá upphafi Íslandsbyggðar fram til 1550
geta gert grein fyrir helstu bókmenntagreinum þessa tímabils með sérstakri áherslu á eddukvæði og Íslendingasögur
hafa lesið texta frá tímabilinu:


Nemendur munu geta nálgast verkefni á heimasíðu áfangans og jafnframt prófað kunnáttu sína með gagnvirkum prófum.

Kennslugögn

Ormurinn langi: Bragi Halldórsson, Knútur S. Hafsteinsson og Ólafur Oddsson sáu um útgáfuna. Bjartur bókaforlag. 
Egils saga (ritstj. Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir). Mál og menning 2017
Auk þess er lesefni um bókmenntagreinar á heimasíðu áfangans, gagnvirk próf, spurningar um efni bóka og verkefni.

Kennt er í Moodle-umhverfi en ef nemendur vilja kynna sér áfangann er hægt að skoða heimasíðu íslenskudeildar.

Námsmat

Lokapróf 40%
Verkefni á önn 60%