Áfangi

Spænska 1

Markmið

Hlustun: að nemendur skilji almenn orð og einfaldar setningar um sjálfan sig og fjölskyldu sína og nánasta umhverfi þegar fólk talar hægt og skýrt.
Lestur: að nemendur geti lesið kunnugleg nöfn, orð og mjög einfaldar setningar t.d. á skildum, veggspjöldum eða í bæklingum.
Samskipti: að nemendur geti tekið þátt í einföldum samræðum við annað fólk ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða og hjálpa sér að koma orðum af því sem hann er að reyna að segja. Geti spurt og svarað einföldum algengum spurningum og spurningum um kunnug málefni. 
Frásögn: að nemendur geti notað einföld orðasambönd og setningar til að kynna sig og segja frá fólki sem hann þekkir.
Ritun: að nemendur geti skrifað stutt einfald póstkort, kveðjur og fyllt út eyðublöð með persónulegum upplýsingum.

Efnisatriði

Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Farið verður yfir grundvallaratriði í málfræði spænskrar tungu. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig um almenn atriði daglegs lífs í ræðu og riti. Nemendur eru þjálfaðir í réttritun, framburði og lesskilningi. Mikil áhersla er lögð á hlustun og munnlega tjáningu.

Námsfyrirkomulag

Á önninni verða tekin 2 kaflapróf, munnlegt próf og lokapróf. Verkefnin verða unnin jafnt og þétt yfir önnina og þeim skilað á réttum tíma. Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats.
Nemendur þurfa að standast lokapróf til þess að fá vetrareinkunn metna.

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 1 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar)
Góð orðabók.
Hlustunarefni og gagnvirkar æfingar verða aðgengilegar í Moodle.

Námsmat

Lokapróf 65%
Verkefni á önn 35%