Áfangi

Spænska 2

  • Áfangaheiti: SPÆN1AF05
  • Undanfari: SPÆN1AG05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Lestur: Að nemendur verði færir um að lesa sjálfstætt stutta texta, s.s. samtöl og sögur.
Einnig að þeir þjálfist í að lesa og skilja sífellt flóknari texta.
Ritun: Að nemendur verði færir um að skrifa um atburði daglegs lífs bæði í nútíð og fortíð og gert áform um nánustu framtíð.
Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig um athafnir daglegs lífs, veðrið, vanlíðan og farartæki, svo eitthvað sé nefnt.
Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja mjög einfaldar frásagnir og samræður, bæði í kennslustofu og af segulbandi.

Efnisatriði

Málfræði: Afturbeygðar sagnir, óreglulegar sagnir í nútíð, sögnin doler, muy eða mucho, tvær sagnir í röð, ákveðin þátíð, forsetningar, náin framtíð, hay que og tener que, óákveðin fornöfn, núliðin tíð.
Orðaforði: venjulegur dagur, um helgar, mánuðir, árstíðir og veðrið, líðan, líkaminn og veikindi, að tala í síma, að bjóða öðrum út, gærdagurinn, störf og farartæki, tíðni, að tala um kosti og galla, skoðunarferð, áform, matur, að panta / biðja um, að tala um reynslu.

Námsfyrirkomulag

Nemendur skila smærri verkefnum á önninni. Tekin eru tvö kaflapróf og munnlegt próf verður í lok annar.

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 2 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar.)
Góð orðabók.

Námsmat

Lokapróf 65%
Verkefni á önn 35%