Áfangi

Sjúkdómafræði 2

  • Áfangaheiti: SJÚK2GH05
  • Undanfari: SJÚK2MS05 (má taka samhliða)

Markmið

Að nemandi:

  • læri um meingerð, einkenni, orsakir, afleiðingar  og meðferðarmöguleika  algengra  sjúkdóma í innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi
  • þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika algengra geðrænna sjúkdóma og geðraskana
  • geti útskýrt ákveðin sjúkdómseinkenni út frá lífeðlisfræðilegum breytingum sem verða í  líkama manna við samvægistruflanir og sjúklegt ástand
  • geti lýst hvernig hægt er  að draga úr einkennum eða fyrirbyggja samvægistruflanir og  sjúklegt ástand með breytingum á lífsvenjum

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, sjúkdóma í innkirtlum, meltingarkerfi, þvagkerfi og æxlunarkerfi. Jafnframt verður fjallað um einkenni og áhrif algengra geðrænna sjúkdóma og vægra geðraskana..

Námsfyrirkomulag

Námsfyrirkomulag: Fjarnám, nemendur tileinka sér það námsefni sem vísað er til í kennslubók og á námsvefnum inni í Webct og víðar. Engin verkefnaskil eru í áfanganum, en í kennsluumhverfinu eru verkefni og gagnvirk próf  úr öllum efnisþáttum, sem nauðsynlegt er fyrir nemendur að vinna til þess að standast próf.

Kennslugögn

Mc Connell, T. (2007 eða 2014)
The Nature of Disease: Pathology for the Health Professions.

Auk þess efni frá kennara á Moodle.

Námsmat

Lokapróf 50%
Verkefni á önn 50%