Áfangi

Lífeðlissálfræði

  • Áfangaheiti: SÁLF3LÍ05
  • Undanfari: SÁLF2AA05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemendur:
öðlist grundvallarþekkingu á taugakerfi mannsins, einkum heilastarfsemi
átti sig á tengslum heilastarfsemi við hegðun, hugsun og tilfinningar
fái innsýn í helstu aðferðir til að rannsaka heilastarfsemi og kynnist nýlegri þekkingu á þessu sviði
þekki áhrif geðlyfja á geðsjúkdóma
þekki áhrif algengustu vímuefna m.a á lífefnafræði heilans og skynjun
þekki lífeðlislega gerð augans og öðlist skilning á sjónskynjuninni
þekki lífeðlislega gerð eyrans og öðlist skilning á heyrnarskynjuninni
fái innsýn í helstu hugmyndir um hlutverk svefns og drauma. M.a nýlegar rannsóknir á eðli svefnsins

Námsfyrirkomulag

Kennsla fer fram í gagnvirku kennsluumhverfi, Blackboard (upplýsingar hjá kennara). Þar geta nemendur nálgast kennslugögn og verkefni

Kennslugögn

Hugur, heili og hátterni. Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. Mál og menning. (2003)

Námsmat

Verkefni 20%
Gagnvirk próf 10%
Lokapróf 70 % (lágmarkseinkunn 5,0)