Áfangi

Fötlun, öldrun og áföll

Markmið

Nemandi viti hvað flokkast sem fötlun og þekki helstu einkenni, orsakir, tíðni og úrræði/meðferð fái innsýn í aðstæður fatlaðra á Íslandi. Nemandi fái þjálfun í upplýsingaöflun sem varðar fatlaða og fái auk þess þjálfun í því að setja fram upplýsingar skipulega í samvinnu við aðra og koma síðan upplýsingum á framfæri munnlega. Nemandi geri sér grein fyrir helstu áhrifum öldrunar á hugsun og líkama. Nemandi viti hvað átt er við með hugtökunum líffræðilegur, sálrænn og félagslegur aldur. Nemandi fái innsýn í aðstæður og lífsviðhorf aldraðra með viðtali við aldraðan einstakling. Nemandi viti hvað felst í hugtökunum áfallastreita, áfallaröskun og áfallahjálp.

Efnisatriði

  • Fötlun: einkenni, orsakir og meðferð/úrræði algengustu tegunda fötlunar
  • Efri árin: áhrif öldrunar á líf fólks út frá líffræðilegu, félagslegu og andlegu sjónarhorni
  • Áföll og áfallahjálp: orsakir áfallastreitu og skilgreiningar.Umfjöllun um áfallhjálp

Kennslugögn

Lesefnið er af vefsíðum sem tenglar eru inn á í Moodle. Það er því ekki þörf á að kaupa lesefni.

Námsmat

Krossapróf 20%

Ritgerð 15%

Viðtal við eldri borgara 15%

Lokapróf 50%