Áfangi

Lífeðlisfræði

Markmið

Að nemandi kynnist meginatriðum lífeðlisfræði plantna og dýra.

Efnisatriði

Verkáætlun (blaðsíðutilvitnun að neðan vísa í Lífeðlisfræði ÖT (LÖT). Skoða jafnframt atriðaorðaskrá. Lesið jafnframt Lífshættir platna og dýra. Næringarnám plantna. Næringarþarfir, eðli ljóstillífunar, upptaka og flutningur næringarefna. Næringarnám dýra. Næringarnám og melting. Efnaskipti og líkamshiti. LÖT 121-154. Öndun. Frumuöndun. Samanburður á öndunarkerfum. Loftskipti öndunar. Tálknöndun fiska. Loftæðaöndun skordýra. Lungnaöndun spendýra. Loftháð og loftfirrð öndun, efnaskipti öndunar. LÖT 113-120. Flutningskerfi. Opin og lokuð flutningskerfi. Samanburður á blóðrásarkerfum skordýra, fiska, spendýra. Blóð, vessi. LÖT 75 –102. Innri líkamsstjórnun, vökvastjórnun og þveiti. Vökvastjórnun lífvera í mismunandi umhverfi. Hlutverk nýrna í hryggdýrum, efnaskiftahlutverk lifrar. LÖT 103-112. Tauga-, hreyfi- og innkirtlakerfi. Samanburður á tauga- og hreyfikerfi mismunandi dýrahópa, starfsemi innkirtlakerfisins. LÖT 27-74

Námsfyrirkomulag

Efni áfangans er unnið í fjarnámsformi. Kennari og nemandi eru í sambandi í Moodle. Nemendur skila verkefnum.

Kennslugögn

Í áfanganum er notuð rafræn kennslubók. Nánari upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Lokapróf 60 - 100%  
Gagnvirk próf 0 - 40% (valfrjáls og gilda eingöngu til hækkunar á lokaeinkunn)