Áfangi

Lyfjafræði heilbrigðisritara

Markmið

Að nemandi: - þekki helstu tegundir lyfjanafna - Öðlist færni í notkun á Sérlyfjaskrá - kunni að fletta upp samheiti, sérheiti og sambærilegum lyfjum - kunni skil á ATC-flokkunarkerfi - geti reiknað út kostnað sjúklings við lyf - kunni helstu tákn í Sérlyfjaskrá varðandi afgreiðslu lyfja - kunni helstu hugtök í lyfjafræði varðandi frásog og dreifingu lyfja - þekki helstu lyfjaform - viti muninn á lyfjahvörfum mismunandi töfluforma - þekki til algengustu verkja- og meltingarfæralyfja í lausasölu - viti um helstu lyf sem sjúklingar geta fengið án lyfseðils - þekki til helstu opinberra aðila lyfjamála - geti leiðbeint sjúklingum hvert þeir eigi að leita varðandi aðstoð í sambandi við lyf.

Efnisatriði

Lyfjanöfn, lyfjaform, Sérlyfjaskrá, lyfjaverðskrá, ATC-flokkunarkerfi, lausasölulyf, lyfseðilsskyld lyf, eftirritunarskyld lyf, frásog, niðurbrot, útskilnaður, inntaka, dreifing, lækningalegur stuðull, aukaverkun, eiturverkun, „first-pass“ áhrif, verkjalyf, magalyf, þarmalyf, hægðalyf, gyllinæðarlyf, tafla, tungurótartafla, forðalyf, sýruþolin húð, kyrni, duft, krem, smyrsli, stungulyf, sérheiti, samheiti, samheitalyf, rauður aðvörunarþríhyrningur, E, B, 0 og stjörnumerkt lyf.

Kennslugögn

Glærur frá kennara (í Moodle)
Hefti – afhent af kennara
Sérlyfjaskráin, rafræn útgáfa (www.serlyfjaskra.is)

Námsmat

Lokapróf 80% Verkefni 20%