Áfangi

Lyfjahvarfafræði 1

  • Áfangaheiti: LYHV2FD05
  • Undanfari: Enginn
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemandi:
• þekki muninn á almennri verkun og staðbundinni
• kunni skil á þeim þáttum sem koma við sögu í frásogi lyfja, þ.e. himnuflutningi, frásogshraða, “first-pass effect” og aðgengi
• kannist við þá þætti sem hafa áhrif á frásog lyfja
• kunni skil á algengum frásogsstöðum
• þekki þá þætti sem hafa áhrif á dreifingu lyfja, s.s. próteinbindingu
• kunni skil á ummyndun og útskilnaði lyfja
• þekki myndefni (metabólíta) og geri sér grein fyrir þýðingu þeirra
• viti hvaða þætti hafa áhrif á umbreytingarhraða og útskilnað lyfja
• þekki hugtakið helmingunartími og geti reiknað einföld dæmi um útskilnað lyfja með hjálp helmingunartíma
• þjálfist í að teikna blóðstyrkskúrfur og geti útskýrt þær
• skilji hvað átt er við með viðtökum og þekki verkun lyfja í gegnum þá
• þekki aðra algenga verkunarmáta lyfja, svo sem lyf sem hindra ensím
• kannist við þær aðferðir sem notaðar eru til að skammta lyf
• geri sér grein fyrir þeim breytum sem koma við sögu í skömmtun lyfja
• þekki hugtakið meðferðarfylgni og hvernig bæta megi hana
• kannist við helstu tegundir aukaverkana lyfja
• þekki ástæður milliverkana og kannist við milliverkanir algengra lyfja.

Efnisatriði

Frásog, dreifing, útskilnaður, “first-pass” áhrif, aðgengi, próteinbinding, helmingunar-tími, dreifirúmmál, plasmaúthreinsun (clearance), hámarksblóðþéttni (Cmax), AUC, viðtakar, lyfjafræðilegur stuðull, verkunarmáti lyfja, skömmtun lyfja, meðferðarfylgni, aukaverkanir lyfja, ofskömmtun lyfja, milliverkanir lyfja.

Kennslugögn

Lyfjahvarfafræði I, eftir Bryndísi Þóru Þórsdóttur.

Námsmat

Lokapróf  75% (lágmarkseinkunn 5)
Verkefni á önn 25%%