Áfangi

Líffæra- og lífeðlisfræði 1

  • Áfangaheiti: LÍOL2SS05
  • Undanfari: Æskilegur undanfari RAUN1LE05

Markmið

Farið er í grundvallarhugtök líffærafræðinnar út frá latneskri nafngiftafræði og lífeðlisfræðileg ferli útskýrð. Fjallað er um svæðaskiptingu líkamans, áttir, líkamshol, skipulagsstig, byggingu og starfsemi frumna og vefja, flutning efna yfir himnur, jafnvægishneigð og afturvirk kerfi. Farið er í byggingu og starfsemi þekjukerfis: lagskipting húðar og líffæri; beinakerfis: beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, brjósk, liðir og hreyfingar; vöðvakerfis: innri og ytri gerð vöðva, vöðvasamdráttur, helstu vöðvar líkamans; taugakerfis: taugavefur, taugaboð, taugaboðefni, flokkun taugakerfis og starfsemi, skynfæri og skynjun; innkirtlakerfis: innkirtlar og virkni hormóna.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefnavinna

Kennslugögn

INTRODUCTION TO THE HUMAN BODY eftir TORTORA, GERARD J. Útg 2015. Einnig má nota eldri útgáfur eftir sömu höfunda t.d. Essentials of Anatomy and Physiology.
Human Anatomy Colouring Book eftir M. Matt og J. Ziemian. Fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum.

Námsmat

Á önninni verða allt að því 8 kaflapróf sem gilda samtals 50% og lokapróf sem gildir 50%.
Nemandi þarf að ná lokaprófi til að standast áfangann.