Áfangi

Sýklafræði

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að hafa allgott yfirlit yfir helstu flokka sýkla er sýkja menn. Hann á að þekkja helstu umhverfisþætti er hafa áhrif á útbreiðslu sýkla, hvernig má verjast þeim, t.d. með sóttvörnum og bólusetningum.
Fjallað er um náttúrulegar varnir manna gegn sýklum, þ. m.t. ónæmiskerfið.
Sýklalyf fá nokkra umfjöllun. Teknar verða fyrir nokkrir þekktir smitsjúkdómar og fjallað sérstaklega um þá.

Kennslugögn

Glærur og önnur gögn frá kennara.
Til stuðnings eru valdir kaflar úr bókinni Microbiology frá OpenStax sem hægt er að nálgast ókeypis hér: https://openstax.org/details/books/microbiology

Námsmat

Lokapróf 70%
Verkefni á önn 30%