Áfangi

Lögfræði

Markmið

Nemandi - þekki til grunnatriða lögfræðinnar - þekki til grundvallaratriða í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir - þekki til meginatriða í íslenskri stjórnskipan - þekki meginreglur íslensks réttarfars og helstu farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins, svo sem greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti - þekki helstu hugtök sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna - þekki almennar reglur sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga - þekki til laga um lausafjárkaup og fasteignakaup - þekki helstu lög og reglur er varða kröfur og skuldbindingar - þekki helstu lög um skaðabætur og vátryggingar - þekki þann mun sem er á hinum ýmsu rekstrarformum í atvinnurekstri hvað snertir ábyrgð eigenda og fleira - hafi kynnt sér lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti - hafi kynnt sér ýmsar aðrar réttarreglur atvinnulífsins, svo sem bókhaldsskyldu, auðkennarétt, verslunarleyfi og fleira - þekki helstu réttindi og skyldur aðila á vinnumarkaði - þekki helstu lög um stéttarfélög og vinnudeilur - þekki til helstu laga varðandi sifja- og erfðarétt

Efnisatriði

Grundvallaratriði réttarkerfisins, samningagerð, kröfuréttarsambönd, rekstrarform fyrirtækja, fasteignakaup, lausafjárkaup réttarreglur viðskiptalífsins, bókhaldsskylda, skattskylda, stéttarfélög, vinnudeilur, réttindi og skyldur aðila á vinnumarkaði, vátryggingar og skaðabætur, gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun, nauðasamningar, sifja- og erfðaréttur.

Kennslugögn

Lögfræði fyrir viðskiptalífið eftir Björn Jón Bragason. Seld hjá kennara.
Ath. að námsmat í dagskóla og fjarnámi er ekki eins.

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%