Áfangi

UTN 103

Markmið

Að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun upplýsinga og notkun þeirra við lausn flókinna viðfangsefna.
Að nemendur kynni sér ritvinnsluna Word.
Að nemendur þjálfist í notkun ritvinnslu með því að vinna nokkur verkefni í samráði við kennara.
Að nemendur kynni sér töflureikninn Excel.
Að nemendur þjálfist í notkun töflureiknis með því að vinna nokkur verkefni í samráði við kennara.
Að nemendur kynni sér glærugerð í PowerPoint.
Að nemendur þjálfist í notkun glærugerðar með því að vinna nokkur verkefni í samráði við kennara.
Að nemendur skoði jafnframt í eigin tölvu það sem kynnt er í ofangreindu námsefni - helst jafnóðum og farið er í gegnum það.
Að nemendur læri að vinna með öðrum.

Efnisatriði

Kynning á heimasíðu skólans.
Kynning á vefpósti.
Kynning á Moodle.
Farið yfir My Computer með skipulag harðra diska og/eða staðarneta í huga.
Notkun Word ritvinnslu.
Notkun Excel töflureiknis.
Notkun PowerPoint við glærugerð.
Notkun annars hugbúnaðar sem tengist verkefnum nemenda.

Námsfyrirkomulag

Öll námsgögn eru á vefrænu formi og geta nemendur nálgast þau í gegnum kennsluumhverfið Moodle.
Nemendur eiga að skila verkefnum á tilsettum tíma í Moodle.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Verkefnaeinkunn: 50% af lokaeinkunn
Lokapróf: 50% af lokaeinkunn;
á lokaprófi þarf að ná lágmarkseinkunn 4,5 til þess að standast áfangann;