Áfangi
Ítalska 2
- Áfangaheiti: ÍTAL1AF05
- Undanfari: ÍTAL1AG05
- Efnisgjald: 0
Efnisatriði
Áhersla er lögð á framtíð, forsetningar með greini, afturbeygðar sagnir í nt. og þt. (imperfetto), persónufornöfn í þolfalli og þágufalli, deiligreinir og skyldagatíð.
Námsfyrirkomulag
Teknir fyrir kaflar 6-11 að báðum meðtöldum.
Einfaldir textar lesnir úr kennslubók ásamt spurningum auk smásögunum Dov’e Yukio og Fantasmi. Ásamt verkefnum kennslubókar eru unnin verkefni frá kennara. Hlustun úr kennslubók er að finna á vefnum.
Kennslugögn
Qui Italia - lingua e grammatica 1. hefti (ISBN 88-00-8536-0 pöntunarnúmer ef pantað er beint af vefnum).
Smásögurnar Dové yukio og Fantasmi.
Hlustunarefni er á vefnum.
Orðabók íslensk/ítölsk - ítölsk/íslensk, ítölsk/ensk - ensk/ítölsk, sagnabók ( allar koma til greina).
Kennlsubókina Qui Italia er fáanleg í Bóksölu Stúdenta eða á vefnum www.lemonnier.it.
Smásögurnar Dové Yukio og Fantasmi í Bóksölu Stúdenta.
Námsmat
Lokapróf 50%
Verkefni 40%
Munnlegt próf 10%