Áfangi

Ítalska 1

  • Áfangaheiti: ÍTAL1AG05

Markmið

Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á að kenna framburð, samskipti, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna ítalskri menningu.

Kennslugögn

Kennslubókin Al Dente 1, orðabók og ítalskur málfræðilykill. Frekari upplýsingar um önnur námsgögn fá nemendur hjá kennara.

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni 40%