Áfangi

Vöðvafræði

Markmið

Eftir nám í áfanganum á nemandi að hafa staðgóða þekkingu á gerð, hlutverki og staðsetningu helstu beinagrindarvöðva mannslíkama. Áhersla er lögð á að vinna með latnesk heiti einstakra vöðva, staðsetningu þeirra, innbyrðis afstöðu og hreyfingu. Í lok áfang­ans á nemandi að vera í stakk búinn að hefja verklega þjálfun í nuddi.

Efnisatriði

Helstu efnistök:Innri gerð vöðvafrumu. Orkubúskapur vöðvafrumna. Byggingarlag beinagrindarvöðva. Tengingar vöðva við stýrikerfi líkama. Blóðæðar. Lífeðlisfræði vöðvastarfsemi. Vandamál sem upp geta komið. 2. Liðafræði. Gerð eiginlegra liða. Liðbönd/staðsetning. Hreyfifræði liða. 3. Flokkun/nafnakerfi beinagrindarvöðva. Stoðbúnaður beinagrindarvöðva. 4. Anatómísk stöðuheiti líkama. Upprifjun stöðuhugtaka.5. Hálsvöðvar.6. Vöðvar axlargrindar. Hreyfingar í herðablaði og axlargrind.7. Brjóstvöðvar: Grunnlægir og djúplægir brjóstvöðvar.8. Upphandleggsvöðvar: Fremri og aftari upphandleggsvöðvar. 9. Framhandleggsvöðvar: Grunnlægir fremri, djúplægir fremri, grunnlægir aftari og djúplægir aftari. 10. Handarvöðvar. Meginyfirlit yfir vöðva handar.11.Kviðvöðvar.12. Bakvöðvar: Grunnlægir, djúplægir og stuttir bakvöðvar. 13. Mjaðmargrindarvöðvar. 14. Lærvöðvar: Fremri, miðlægir og aftari lærvöðvar. 15. Fótleggjavöðvar/fótavöðvar: Fremri, hliðlægir og aftari fótleggjavöðvar. Fóturinn.

Kennslugögn

Trail guide to the body– Andrew Biel. Útgefandi: Books of Discovery.
Ítarefni í Moodle.

Námsmat

Lokapróf 80%
Verkefni á önn 20%

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Liffraedi/VFF102/index.htm