Áfangi

Lestur og ritun

  • Áfangaheiti: ÍSLE2MR05
  • Undanfari: ÍSLE1GR05 eða íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Í áfanganum kynnast nemendur ýmsum lengri og styttri bókmenntatextum og þjálfast í ritun og verkefnavinnu þeim tengdum. Nemendur þjálfast í lestri fjölbreyttra bókmennta og að skrifa um þær, að setja upp texta í ritvinnsluforriti og ganga frá honum á skipulegan hátt. Í áfanganum eru rifjuð upp ýmis bókmenntahugtök í tengslum við textagreiningu og textasmíði.

Kennslugögn

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Eldarnir. Reykjavík 2020
Kjörbók valin í samráði við kennara.
Annað kennsluefni verður aðgengilegt á Moodle.

Gagnleg uppflettirit:
Margrét Pálsdóttir. Talað mál. Mál og menning: Reykjavík, 2004.
Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. Handbók um ritun og frágang. Mál og menning: Reykjavík, 2010.

Námsmat

Lokapróf 40%
Verkefni á önn 60%