Áfangi

Maður og menning

  • Áfangaheiti: LIME2MM05
  • Undanfari: Skylduáfangi á NL-braut

Markmið

Í áfanganum er fjallað um list sem tjáningarform og tæki til að skapa margvísleg áhrif. Skoðuð eru áhrif lista og skapandi greina á atvinnu- og nýsköpun. Lögð er áhersla á menningar-, félags-, náttúru- og heimspekilegar tengingar við viðfangsefnin. Nemendur vinna að rannsóknum á afmörkuðum viðfangsefnum lista og menningar með ábyrgum og sjálfstæðum hætti og kynna/skila af sér með ýmsum hætti eins og í formi sýningar, dagbóka, heimildarmyndar, bókverks, vefsíðu, menningaruppákomum, leikverks, sem og á hefðbundinn hátt í ritgerðarformi. Nemendur skoði áhrif og tilgang lista í nútíma samfélagi með heimsóknum eða viðtölum við starfandi listamenn. Markmið áfangans er að nemendur öðlist skilning á hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun og efli hæfni sína til list- og nýsköpunar.

Kennslugögn

Efni frá kennara.

Námsmat

Verkefnamiðað nám sem byggir á símati. Nánar útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.