Áfangi

Hjúkrunar- og sjúkragögn 2

Markmið

Í áfanganum er farið yfir ýmsar vörur og hjálpartæki sem einstaklingar sækja til apóteka sérstaklega þeir sem kljást við sykursýki. Fjallað er um þvagstrimla, ýmis próf sem hægt er að kaupa og mælingar sem hægt er láta gera í apótekinu. Einnig er fjallað um öryggi barna og ýmsar vörur sem notaðar eru til forvarna slysum á börnum. Ásamt því er unnið með orsök og afleiðingu helstu sjúkdóma í munni og tönnum og vörur sem snúa að tannheilsu. Greiðsluþátttaka SÍ á ýmsum vörum er einnig til umfjöllunar ásamt kröfum um innihald í skipskistum.

Efnisatriði

Mælingar, mælitæki, sykursýki, tannheilsuvörur, þvagstrimlar, öryggi barna.

Námsmat

Lokapróf 55%
Verkefni á önn 45%