Áfangi
Glæpasögur
- Áfangaheiti: ÍSLE3GL05
- Undanfari: 5 einingar í íslensku á 3. þrepi
Markmið
Í áfanganum verða lesnar íslenskar og erlendar glæpasögur. Fjallað verður um sögu glæpasagnaritunar, stöðu glæpasögunnar innan bókmenntanna og glæpasöguformið skoðað. Nemendur lesa glæpasögur og horfa á þætti og kvikmyndir sem tengjast völdum sögum. Þá verður reynt að svara spurningunni "af hverju erum við svo heilluð af glæpum?"
Kennslugögn
Upplýsingar hjá kennara
Námsmat
Námsmat áfangans skiptist í lokapróf og verkefnaskil.
Nánari upplýsingar í Moodle.