Áfangi

Hönnun tölvuleikja

Markmið

Markmið áfangans er að kynna grunninn í 2D tölvuleikjahönnun. Í áfanganum fá nemendur að búa til nokkra smáleiki og fá auk þess tækifæri til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til frumgerð út frá henni. Nemendur nota myndvinnsluforrit til að hanna einfaldan tölvuleik í tvívídd. Farið verður yfir hagnýt atriði er varða leikjagerð, auk þess sem leikjaiðnaðurinn er skoðaður og hugtök sem tengjast tölvuleikjagerð.

Námsfyrirkomulag

Verkefnavinna, einstaklingsverkefni, umræður, samvinnuverkefni og lokapróf. Kennslan fer fram með gögnum sem eru aðgengileg nemendum í gegnum Moodle, svo sem kennslumyndböndum, lesefni, leiðbeiningar og verkefnalýsingar. Unnið verður með forritin GIMP og Multimedia Fusion 2.5

Kennslugögn

Kennslugögn GIMP (aðgengilegt á www.gimp.org) og Multimedia Fusion 2.5 (aðgengilegt á Steam leikjaveitinnu og á www.clickteam.com/clickteam-fusion-2-5-free-edition) - Athugið að mikilvægt er nemandi hafi aðgang að þessum forritum yfir alla önnina. Mælt er með því að prufukeyra forritin til að ganga í skugga um að þau virki í tölvubúnaði nemandans. Discord. Ýmis kennslugögn og verkefni frá kennara.

Námsmat

Áfanginn byggist fyrst og fremst á verkefnavinnu en í lok annar er lokapróf sem nauðsynlegt er að ná lágmarkseinkunn í til að eiga möguleika á að standast áfangann.

  • 50% Almenn verkefnavinna
  • 30% Lokaverkefni
  • 20% Próf (nauðsynlegt að ná lágmarkseinkunn 4,5)