Áfangi

Almenn kynning á lyfjafræði

  • Áfangaheiti: LYFJ2AL05

Markmið

Þessi áfangi er hugsaður sem almenn kynning á lyfjafræði og getur m.a. gagnast þeim nemendum sem ætla í heilbrigðisgreinar í háskóla. Einnig hentar áfanginn þeim nemendum sem hafa áhuga á að læra almennt um lyf og lyfjafræði.

Efnisatriði

Sérlyfjaskrá, lyfjaverðskrá, lyfjanöfn, samheiti, sérheiti, ATC-flokkun, lyfjaávísanir, lyfjagjafir, lyfjalög, lyfjaform, verkun lyfja, aðgengi lyfja, helmingunartíma lyfja, lækningalegan stuðul, frásog lyfja, dreifingu lyfja, útskilnað lyfja, skömmtun lyfja, lausasölulyf, aukaverkanir lyfja, milliverkanir lyfja, verkunarmáta lyfja, heilbrigðis-ráðuneytið, Lyfjastofnun, SÍ, TR, atriði úr sögu lyfjafræði.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefnavinna.

Lögð er töluverð áhersla á verkefnavinnu, tímaverkefni og skilaverkefni, sem nem-endur vinna heima og í tímum. Jafnframt eru lögð fyrir nemendur fjögur hlutapróf og gilda þau til lokaeinkunnar.

Kennslugögn

Kennsluhefti, tekið saman af kennara

Glærur kennara (í Moodle)

Sérlyfjaskrá á netinu (serlyfjaskra.is)

Ítarefni – ljósrit, tímaritsgreinar o.fl.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi og í honum er ekkert lokapróf.

Krafist er vetrareinkunnar að lágmarki 5.