Áfangi

Almenn kynning á lyfjafræði

  • Áfangaheiti: LYFJ2AL05

Markmið

Að nemandi hafi öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu sérlyfjaskrár og lyfjaverðskrá
ATC-flokkunarkerfi lyfja
ýmsum algengum lyfjaformum og skilgreiningum sem tengjast lyfjum
helstu lausasölulyfjum – einkum hvar leita má upplýsinga um þau
helstu stofnunum lyfjamála
helstu atriðum í sögu lyfja- og læknisfræði.
Að nemandi hafi öðlast leikni í að:
leita að upplýsingum um lyf á netinu
flokka sérlyf eftir ATC-flokkunarkerfinu.
Að nemandi geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á ýmsum atriðum sem gott er að almenningur sé með á hreinu varðandi lyf, lyfjaávísanir og lyfjagjafir.

Efnisatriði

Sérlyfjaskrá, lyfjaverðskrá, lyfjanöfn, samheiti, sérheiti, ATC-flokkun, lyfjaávísanir, lyfjagjafir, lyfjalög, lyfjaform, verkun lyfja, aðgengi lyfja, helmingunartími lyfja, lækn-ingalegur stuðull, frásog lyfja, dreifing lyfja, útskilnaður lyfja, skömmtun lyfja, lausa-sölulyf, aukaverkanir lyfja, milliverkanir lyfja, verkunarmáti lyfja, heilbrigðisráðu-neytið, Lyfjastofnun, SÍ, TR, atriði úr sögu lyfjafræði.

Námsfyrirkomulag

Lögð er mikil áhersla á verkefnavinnu, örverkefni og skilaverkefni, sem nemendur vinna heima.

Kennslugögn

Kennsluhefti, tekið saman af kennara

Glærur kennara (í Moodle)

Sérlyfjaskrá á netinu (serlyfjaskra.is)

Ítarefni – ljósrit, tímaritsgreinar o.fl.

Námsmat

Skilaverkefni (4) 30%

Lokapróf 70% (lágmarkseinkunn 4,5)