Áfangi

Lokaritgerð lyfjatækna

  • Áfangaheiti: LORI3HH05
  • Undanfari: Áfanginn skal tekinn á síðasta námsári.

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að:

Geta unnið sjálfstætt að öflun og úrvinnslu upplýsinga er tengjast lyfjatækni.

Geta greint heimildir og unnið með mismunandi tegundir heimilda.

Geta tengt saman efni mismunandi greina úr náminu.

Kunna að gera heimildaskrá og vísa í texta.

Geta greint milli aðalatriða og aukaatriða.

Geta skrifað lipran, læsilegan og skiljanlegan texta þar sem faglegum meginatriðum er haldið til haga.

Geta sett upp texta ásamt myndum, töflum eða skýringum.

 

Efnisatriði

Heimildaleit af ýmsu tagi, lestur og yfirferð heimilda, tenging mismunandi námsgreina, eigin vinna við gerð ritgerðar, beinar og óbeinar tilvitnanir, heimildaskrá, kannanir, viðtöl.

Námsfyrirkomulag

Fundir og fyrirlestrar með kennara. Eigin vinna nema.

Kennslugögn

Námsgögn í Moodle.

Námsmat

Lokaeinkunn 100%. Gefið er fyrir forsíðu (5%), útlit og frágang (10%), innihald/efnisyfirlit, uppbygging og efnistök (55%), málfar (15%) og heimildir (15%).

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Heilbrigdisgreinar/Heilbrigdisskolinn/lyfjataeknabraut/LOK_103.htm