eTwinning

eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamfélag í Evrópu. Enginn umsóknarfrestur er fyrir eTwinning og verkefnin eru ekki styrkt. Hins vegar er eTwinning góð leið til að undirbúa samstarfsverkefni sem eru styrkt af Erasmus + eða finna samstarfsskóla fyrir vistaskipti.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er skráður í eTwinning og getur hver kennari skráð sig sjálfur til að geta stofnað til samstarfs, taka þátt í skoðunarskiptum eða nota verkefnabankann og veftæki.

Slóð að eTwinning vefsíðu er: http://www.etwinning.net


(Síðast uppfært 19.2.2019)