Félagslíf

Í FÁ er starfrækt nemendafélag, NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. Nemendafélag skólans vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.

Markmið félagsins eru að gæta hagsmuna nemenda innan skólans og halda uppi öflugu félagslífi. Nemendafélagið fer með rödd nemenda gagnvart skólastjórnendum og sitja formaður og varaformaður í skólaráði.

Félagslífið í FÁ er fjölbreytt og hafa nem­endur unnið hörðum höndum að því skapa skemmti­legt félagslíf. Í stórum skóla er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt félagslíf og er það stefna NFFÁ og skólans.

NFFÁ stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nem­enda. Meðal viðburða sem NFFÁ heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, árshátíð, söng­keppni, þemavikur, nýnemadag, ferðir o.fl. Einnig er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur á skóladaginn.

Ýmsar nefndir og ráð eru starfandi innan skólans, m.a. alþjóðanefnd, nýnemanefnd, umhverfisnefnd, skemmtinefnd, markaðsnefnd, hinseginfélag, femínistafélag, nördafélag ofl.

 

 

(Síðast uppfært 17.3.2021)