Fréttir

Árdagur 2020

8.3.2020

Síðastliðinn fimmtudag hélt FÁ sinn árlega Árdag – þemadag þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman. Nemendur skiptu sér í fjölmenn lið, hvert lið merkt ákveðnum lit eða mynstri, og kepptu liðin sín á milli í fjölbreyttum þrautum í boði starfsfólks. Þrautirnar spönnuðu allt frá íþróttum til lista, heilaleikfimi til handavinnu, karókísöngs til spurningakeppna. Þessum skemmtilega degi lauk svo á pizzuveislu og samsöng.