Fréttir

Áskorunardagar NFFÁ

26.4.2022

 25.apríl til 8.maí mun nemendafélag FÁ (NFFÁ) halda áskorunardaga til styrktar Unicef – Börn í Yemen.

Ýmsar skemmtilegar áskoranir munu fara fram þegar tiltekinni upphæð hefur verið safnað. Þess má geta að NFFÁ mun tvöfalda þá upphæð og fer því hærri upphæð beint til Unicef.

Ýmsar áskoranir verða í gangi m.a. mun meðlimur NFFÁ fá sér tattoo, Magnús skólameistari klæðir sig upp í drag, námsráðgjafarnir verða með froskalappir og sundhettu heilan dag, Hilmar vaxar á sér fæturnar, Tinna kennari litar á sér hári ofl. ofl.

 Fylgjast má með framkvæmdinni á þessum áskorunum á instagram reikningi NFFÁ: https://instagram.com/nffa_draugarnir.

Til að styrkja málefnið má leggja inn á AUR: 699-4214.

Hvetjum nemendur, forráðamenn og aðra til að leggja þessu mikilvæga málefni lið.

Staða barna í Jemen er skelfileg en nú eftir sex ár af átökum og hörmungum er Jemen talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Vaxandi átök, hnignun í efnahagslífi landsins auk áhrifa kórónuveirunnar hefur gert hörmulegt ástand að einni verstu mannúðarkrísu í heiminum. Meira en 12 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu !

https://www.unicef.is/neyd